Vitatorg heimsótt

Published by Efling on

Í gær fóru Sólveig Anna og Ragnar Ólason og heimsóttu starfsfólk heimaþjónustunnar á Vitatorgi hjá Reykjavíkurborg. Rætt var um stöðu kjaraviðræðna við Reykjavíkurborg og aðbúnað starfsfólksins. Það var hugur í fólki sem er komið með nóg af sinnuleysi Reykjavíkurborgar og vill fá leiðréttingu á kjörum sínum og aðstæðum.

Starfsfólk heimaþjónustunnar sagði frá auknu álagi sem þau hefðu fengið að finna fyrir. Það er hlaðið á þau auknum verkefnum án þess að þau fái fyrir það nokkra umbun eða álag.

Það er deginum ljósara að ekki er hægt að gera kröfur á að fólk í umönnunarstörfum hlaupi endalaust hraðar. Fólk í heimaþjónustunni sinnir gríðarlega mikilvægum störfum sem bæði eru líkamlega og andlega erfið. Þau þurfa eins og aðrir í þessu samfélagi að geta lifað á laununum sínum og halda heilsu. Það hljóta að vera sjálfsagðar kröfur.