Verkföll í hótelum

Published by Efling on

Hvað er að gerast?

Hótelstarfsfólk í Eflingu – stéttarfélagi hefur kosið um verkfall. Yfir 90% samþykktu. Þetta þýðir að löglegt verkfall hefst á föstudaginn 22. mars. (Örverkföll, sem hefjast áttu 18. mars, hafa verið dæmd ólögleg.)

Hvers vegna förum við í verkfall?

Hóteleigendur hafa grætt á tá og fingri undanfarin ár, en starfsfólkið sem þrífur hótelin og sinnir gestum hefur ekki notið góðs af. Þau fá of lág laun, vinna undir mikilli pressu, eru snuðuð um réttindi, og njóta oft ekki virðingar yfirmanna sinna.

Hvernig verður greitt úr verkfallssjóði?

Þeir sem fara í verkfall og eru með vakt eða vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr sjóðnum. Launatapið verður bætt að fullu, reiknað út frá meðaltali heildartekna undangenginna sex mánaða, upp að 550.000 krónum á mánuði. Hógvær krafa um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum verður gerð fyrir úthlutun. Þeir sem ekki komast geta haft samband við félagið 1. og 2. apríl fyrir verkfallsdaga í marsmánuði.

Verkfallsdagar

Verkfall verður frá miðnætti til miðnættis eftirfarandi daga:

  MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
MARS 18 19 20 21 22 23 24
  25 26 27 28 29 30 31
APRÍL 1 2 3 4 5 6 7
  8 9 10 11 12 13 14
  15 16 17 18 19 20 21
  22 23 24 25 26 27 28
MAÍ 29 30 1 2 3 4