Upplýsingar um rútuverkfall á föstudaginn, 22. mars

Published by Efling on

Ef þú ert í Eflingu eða VR, og þú vinnur hjá rútufyrirtæki (ekki undir merkjum Strætó), þá á verkfallið við um þig.

Það skiptir ekki máli hvort þú hafir tekið þátt í kosningunni eða hvaða deild fyrirtækisins þú vinnur á, eða hvort þú starfir þar sem verktaki. Það skiptir ekki heldur máli hvort þú sért skráður í rangt stéttarfélag – verkfallið nær til allra sem vinna störf samkvæmt kjarasamningum Eflingar og VR í rútufyrirtækjum.

Einu undantekningarnar eru fyrirtækjaeigendur og æðstu stjórnendur.

Hægt verður að sækja um verkfallsstyrk í Vinabæ, Skipholti 33, 105 Reykjavík milli klukkan 12:00 og 17:00 á verkfallsdegi.

Þeir sem fara í verkfall og eiga vakt eða eru með vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr vinnudeilusjóði. Til að fá greitt úr sjóðnum þarf að skrá sig inn á dagskrá sem hefst í húsinu kl. 13.00 og aftur út að henni lokinni og fylla út umsóknareyðublað sem starfsfólk Eflingar verður með á staðnum.

Maxim Baru, sviðsstjóri félagssviðs Eflingar, mun fjalla um skipulagningu deildar hópbifreiðastjóra innan stéttarfélagsins og leiðir síðan umræður meðal félagsmanna um áframhaldandi verkfallsaðgerðir og hver séu næstu skref í baráttunni.

Undirbúningsfundur fyrir verkfallsvörslu verður haldinn á fjórðu hæð á skrifstofu Eflingar, Guðrúnartúni 1, á fimmtudaginn, 21. mars, klukkan 18:00.

Algengar spurningar

Hvers vegna erum við að fara í verkfall?

Efling krefst hærri lágmarkslauna, svo dagvinna dugi fyrir framfærslu og leigu í Reykjavík. Þetta jafngildir 425.000 krónum á mánuði. Við förum líka fram á sterkari gæslu réttinda okkar og að láglaunafólki á Íslandi verði sýnd virðing. Atvinnurekendur hafa ekki gengið að þessum kröfum, og hafa gert okkur svívirðilega léleg boð. Til að sýna fram á mikilvægi vinnu okkar í túristahagkerfinu ætlum við að leggja niður störf í löglegu verkfalli.

Hvernig veit ég hvort ég sé að fara í verkfall?

Áður en verkfall getur átt sér stað þurfa meðlimir að samþykkja það í atkvæðagreiðslu. Slík atkvæðagreiðsla er sett af stað af hálfu samninganefndar Eflinar. Efling auglýsir atkvæðagreiðslur þegar til þeirra kemur.

Hver má ganga í mín störf meðan ég er í verkfalli?

Þegar boðað er til verkfalls á Íslandi, þá er öðrum verkamönnum ekki heimilt að ganga í starfið sem verkfallið nær til. Svo dæmi tekið, þegar þernur á hóteli fara í verkfall, þá má fólk úr afgreiðslunni ekki sinna störfum þeirra á meðan. Ekki má kalla inn verktaka til að leysa starfsmann í verkfalli af hólmi. Að sama skapi má ekki boða þig í störf annarra sem eru í verkfalli.

Að ganga í annarra störf í verkfalli er kallað verkfallsbrot og er bæði synd og skömm og getur varðað við lög. Aðeins eigendur fyrirtækis og æðstu stjórnendur geta gengið í störf sem heyra undir verkfall.

Hvað gerist ef ég verð rekinn fyrir að fara í verkfall?

Það er ólöglegt og refsivert að segja upp fólki fyrir þátttöku í verkfalli. Stéttarfélagið hefur lögfræðinga á sínum snærum sem munu bregðast við ef atvinnurekendur hóta eða reyna að aga starfsfólk fyrir verkfallsþátttöku.

Fæ ég greidd laun í verkfallinu?

Þeir sem fara í verkfall og eru með vakt eða vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr sjóðnum. Launatapið verður bætt að fullu, reiknað út frá meðaltali heildartekna undangenginna sex mánaða, upp að 550.000 krónum á mánuði. Hógvær krafa um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum verður gerð fyrir úthlutun. Þeir sem ekki komast geta haft samband við félagið 1. og 2. apríl fyrir verkfallsdaga í marsmánuði.

Hægt verður að sækja um verkfallsstyrk í Vinabæ, Skipholti 33, 105 Reykjavík milli klukkan 12:00 og 17:00 á verkfallsdegi.

Þeir sem fara í verkfall og eiga vakt eða eru með vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr vinnudeilusjóði. Til að fá greitt úr sjóðnum þarf að skrá sig inn á dagskrá sem hefst í húsinu kl. 13.00 og aftur út að henni lokinni og fylla út umsóknareyðublað sem starfsfólk Eflingar verður með á staðnum.

Hvað ef yfirmaðurinn minn biður mig að koma til vinnu?

Allar beiðnir eða þrýstingur um að koma til vinnu á meðan verkfall stendur yfir eru ólöglegar. Stéttarfélagið getur sótt fyrirtækið sem um ræðir til saka og farið fram á skaðabætur í slíkum tilfellum. Ef þú hefur fengið slíka beiðni eða orðið fyrir þrýstingi geturðu sent okkur tölvupóst á efling@efling.is

Var verkfallið ekki dæmt ólöglegt?

Hluti verkfallsboðana Eflingar, sem gengu út á vinnutakmarkanir, voru dæmdar ólöglegar af Félagsdómi. Hefðbundnar verkfallsboðanir standa enn og munu eiga sér stað frá miðnætti til miðnættis eftirfarandi daga:

  MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
MARS 18 19 20 21 22 23 24
  25 26 27 28 29 30 31
APRÍL 1 2 3 4 5 6 7
  8 9 10 11 12 13 14
  15 16 17 18 19 20 21
  22 23 24 25 26 27 28
MAÍ 29 30 1 2 3 4