Um verkföll í hótelum og hjá rútufyrirtækjum

Published by Efling on

Þrjár atkvæðagreiðslur um verkföll eru nú afstaðnar: Í fyrsta lagi meðal starfsfólks á hótelum, í öðru lagi meðal starfsfólks rútufyrirtækja, og í þriðja lagi hjá starfsfólki Almenningsvagna Kynnisferða, sem annast hluta leiðakerfis Strætó BS. Öll verkföllin voru samþykkt með miklum meirihluta.

Hvers vegna er farið í verkfall?

Eigendur fyrirtækja í túristaiðnaði hafa grætt á tá og fingri undanfarin ár, en starfsfólkið sem keyrir rúturnar, þrífur hótelin og sinnir gestum hefur ekki notið góðs af. Þau fá of lág laun, vinna undir mikilli pressu, eru snuðuð um réttindi, og njóta oft ekki virðingar yfirmanna sinna. Krafa Eflingar er sú að lágmarkslaun í landinu verði 425,000 ISK, en þessi krafa hefur ekki verið samþykkt. Þetta verður að breytast og munu verkfallsaðgerðir skapa þrýsting um að kröfum okkar um betri kjör verði mætt.

Hvað með dóm Félagsdóms?

Félagsdómur úrskurðaði örverkföll Eflingar, sem gengu út á vissar vinnutakmarkanir, ólögleg. Þau verkföll sem gengu út á venjulega vinnustöðvun, að koma ekki í vinnu á tilteknum tímabilum, standa enn.

Hvernig verður greitt úr verkfallssjóði?

Þeir sem fara í verkfall og eru með vakt eða vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr sjóðnum. Launatapið verður bætt að fullu, reiknað út frá meðaltali heildartekna undangenginna sex mánaða, upp að 550.000 krónum á mánuði. Hógvær krafa um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum verður gerð fyrir úthlutun. Þeir sem ekki komast geta haft samband við félagið 1. og 2. apríl fyrir verkfallsdaga í marsmánuði.

Hvenær og hvernig verða verkföllin?

Strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða

  • Á virkum dögum frá 1. apríl til og með 1. maí:
    • Enginn akstur frá 7-9 og 16-18

Verkfall í hótelum og rútufyrirtækjum

Verkföll verða frá miðnætti til miðnættis eftirfarandi daga:

  • 22. mars (1 dagur)
  • 28.-29. mars (2 dagar)
  • 3.-5. apríl (3 dagar)
  • 9.-11. apríl (3 dagar)
  • 15.-17. apríl (3 dagar)
  • 23.-25. apríl (3 dagar)
  • 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)

Lesið verkfallsboðanirnar

Tillaga um vinnustöðvun hjá Almenningsvögnum Kynnisferða

Tillaga að vinnustöðvun á hótelum

Tillaga um vinnustöðvun í hópbifreiðaakstri

Hótelin sem verkföll taka til

Fosshótel ReykjavíkÞórunnartún 1, 105 Rvk.
Grand Hótel ReykjavíkSigtún 38, 105 Rvk.
Fosshótel BaronBarónsstígur 2-4, 101 Rvk.
Hótel Reykjavík CentrumAðalstræti 16, 101 Rvk.
Fosshótel RauðaráRauðarárstígur 37, 105 Rvk.
Fosshótel LindRauðarárstígur 18, 105 Rvk.
Hilton Reykjavík NordicaSuðurlandsbraut 2, 108 Rvk.
Icelandair Hótel Reykjavík NaturaNauthólsvegur 52, 101 Rvk.
Icelandair Hótel Reykjavík MarinaMýrargata 2-8, 101 Rvk.
Canopy Reykjavík – City CentreSmiðjustígur 4, 101 Rvk.
Reykjavík Konsúlat hótelHafnarstræti 17-19, 101 Rvk.
Hótel Plaza CenterHotelAðalstræti 4, 101 Rvk.
CenterHotel MiðgarðurLaugavegur 120, 101 Rvk.
Hótel Arnarhvoll CenterHotelIngólfsstræti 1, 101 Rvk.
Hótel Þingholt CenterHotelÞingholtsstræti 3-5, 101 Rvk.
Hótel Klöpp CenterHotelKlapparstígur 26, 101 Rvk.
Hótel Skjaldbreið CenterHotelLaugavegur 16, 101 Rvk.
Exeter HotelTryggvagata 12, 101 Rvk.
Reykjavík Lights HotelSuðurlandsbraut 12, 108 Rvk.
Skuggi HótelHverfisgata 103, 101 Rvk.
Hótel BorgPósthússtræti 9-11, 101 Rvk.
Storm HótelÞórunnartún 4, 105 Rvk.
Sand HótelLaugavegur 34, 101 Rvk.
Apótek HótelAusturstræti 16, 101 Rvk.
Hótel CabinBorgartún 32, 105 Rvk.
Hótel KletturMjölnisholt 12-14, 105 Rvk.
Hótel ÖrkBreiðumörk 1c, 810 Hveragerði
Radisson BLU Hótel SagaHagatorg 1, 107 Rvk.
Radisson BLU 1919 HótelPósthússtræti 2, 101 Rvk.
Hotel VíkingVíkingastræti 1-3, 220 Hfj.
Hótel HoltBergstaðastræti 37, 101 Rvk.
Hótel FrónLaugavegur 22a, 101 Rvk.
Hótel ÓðinsvéÞórsgata 1, 202 Rvk.
The Capital InnSuðurhlíð 35d, 105 Rvk.
City Center HotelAusturstræti 6, 101 Rvk.
City Park HotelÁrmúli 5j, 108 Rvk.
Kex HostelSkúlagata 28, 101 Rvk.
101 HótelHverfisgata 10, 101 Rvk.
Hótel Leifur EiríkssonSkólavörðustígur 45, 101 Rvk.
Hótel SmáriHlíðasmári 13, 201 Kópavogur