Orðsending frá strætóbílstjórum Kynnisferða

Published by Efling on

Kæru farþegar!

Við, bílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, keyrum þig með glöðu geði í vinnu, skóla og hvert sem vera vill.

Við berum ábyrgð á öryggi ykkar, en okkur eru aðeins greidd lágmarkslaun. Til að ná launum sem duga fyrir framfærslu þurfum við að taka á okkur mikla yfirvinnu. Þetta getur valdið þreytu og einbeitingarleysi í vinnunni.

Í vinnunni okkar erum við ekki bara bílstjórar. Við erum líka afgreiðslufólk, ræstitæknar, upplýsingamiðstöð, eftirlitsfólk með miðum, öryggisverðir og leiðsögumenn.


Til að bjóða upp á öruggari og áreiðanlegri akstur viljum við bætt launakjör og betra starfsumhverfi.

Þess vegna ætlum við að hefja daglegt verkfall á mánudaginn fyrsta apríl, sem mun standa yfir frá 7-9 á morgnana og 16-18 á kvöldin.

Meginkröfur okkar eru þrjár:

  1. Að lágmarkslaun bílstjóra verði hækkuð til muna
  2. Að bílstjórar verktaka fái ekki lakari kjör en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs.
  3. Að bílstjórar fái að taka þátt í skipulagningu leiðakerfisins

Almenningsvagnar Kynnisferða sjá um strætó númer 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36.