Staða viðræðna

Published by Efling on

Frá desemberlokum hafa viðræður Eflingar, VLFA og VR við Samtök atvinnulífsins verið hjá ríkissáttasemjara. Sex fundir hafa verið haldnir, sá síðasti 13. febrúar. Næsti fundur verður 15. febrúar.

Samningaviðræður við ríki og sveitarfélög hefjast innan skamms, en þeir samningar losna í mars. Stefnt er á fundi með trúnaðarmönnum hjá Reykjavíkurborg og ríki um miðjan febrúar og opna fundi með félagsmönnum seinna í þeim mánuði.

Sólveig Anna fundar í umboði samninganefndar Eflingar, sem er skipuð meðlimum félagsins. Nefndin veitir umboð til viðræðna og fjallar um allar helstu ákvarðanir varðandi kjaraviðræður, svo sem vísun viðræðna til ríkissáttasemjara og slit viðræðna. Nefndin leggur einnig tillögur um samningsdrög og verkfallsboðanir fyrir meðlimi til atkvæðagreiðslu.

Helstu vendingar

13. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. SA gera tilboð. Farið verður yfir það og það rætt á föstudaginn.

6. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. Samræðum um vinnutímabreytingar SA hafnað og stefnan tekin á viðræður um laun. Lestu hér um yfirlýsingar dagsins.

1. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara um kröfur Eflingar. Rætt um aukinn jöfnuð sem forsendu kjarasamninga og útvíkkað starf trúnaðarmanna.

30. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. SA kynnir hugmyndir sínar um nýtt launakerfi.

28. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara um liði úr kröfugerð, aðra en launalið. VR og Efling kynntu kröfur sínar og ræddu þær við fulltrúa SA.

24. janúar: Fulltrúar Eflingar í undirhópum SGS um staka samninga og samningakafla fara yfir stöðu mála. Öllum viðræðum um launamál hefur verið vísað á „stóra borðið“, þar sem helstu ágreiningsefni eru rædd. Formaður Eflingar og Stefán Ólafsson kynna niðurstöður skattanefndar ASÍ.

23. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. „Við erum að mínu mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi,“ segir formaður Eflingar eftir fundinn. „Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður.“

22. janúar: Húsnæðishópur forsætisráðherra skilar niðurstöðum. Sjá svör Eflingar hér.

17. janúar: Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna eindregið tillögum SA um breytingar á vinnutíma. Sjá meira.

16. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara, þar sem rætt var um svigrúm og kostnað vegna launahækkana.

9. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara, þar sem stéttarfélögin kynntu sínar kröfur.

8. janúar: Verkalýðsfélag Grindavíkur slæst í för með VR, VLFA og Eflingu og vísar til ríkissáttasemjara.

28. desember: Fyrsti fundur hjá ríkissáttasemjara. Rætt um formsatriði og dagsetningar funda.

20. desember: Efling afturkallar samningsumboð sitt frá SGS. Hvers vegna?