Staða viðræðna við Reykjavíkurborg

Published by Efling on

Viðræður vegna kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg sem rann út 31. mars síðastliðinn standa nú yfir. Viðræðuáætlun liggur fyrir. Kröfugerð sem félagið vann í samstarfi við trúnaðarmenn og samninganefndarmeðlimi hefur verið kynnt fyrir borginni. Haldnir hafa verið nokkrir formlegir samningafundir.

Efling leggur mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar og bindur verulegar vonir við að borgin standi við gefin fyrirheit í þeim efnum. Efling vonast einnig eftir samstöðu með öðrum stéttarfélögum sem semja við borgina um þetta efni.

Mjög erfitt er að segja hversu langan tíma viðræður við borgina geta tekið. Síðasti samningafundur var 3. maí síðastliðinn og var þar einkum rætt um styttingu vinnutímans. Dagsetning næsta fundar hefur ekki verið ákveðin enn.