Viðræður við SA

Published by Efling on

23. apríl: Nýr kjarasamningur samþykktur.

12. apríl: Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning í einkageira stendur yfir til 23. apríl.

3. apríl: Kjarasamningur undirritaður við SA. Sjá samantekt hér.

2. apríl: Samninganefnd Eflingar veitir formanni heimild til að undirrita kjarasamning. Ef svo fer, þá fer samningurinn í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna.

1. apríl: Verkföllum 3.-5. apríl aflýst. Fallist hefur verið á grunnatriði kjarasamnings.

27. mars: VSFK slæst í hóp Eflingar, VR, VLFA og VLFGrv í skipulagningu verkfallsaðgerða. Samræðum þokar við SA; verkföllum 28-29. aflýst.

22. mars: Sólarhrings verkfall á hótelum og í rútufyrirtækjum.

15. mars: Félagsdómur dæmir örverkföll Eflingar ólögleg. Hefðbundnar vinnustöðvanir hefjast 22. mars.

9. mars: Atkvæðagreiðslu um verkföll í hótelum og hjá rútufyrirtækjum lýkur. Allar tillögur voru samþykktar. Sjá frekari upplýsingar hér.

8. mars: Þernuverkfall á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Sjá meira.

7. mars: Félagsdómur dæmir þernuverkfall löglegt.

4. mars: Kosning hefst um verkfallsboðanir í rútufyrirtækjum og hótelum.

1. mars: Verkfallsboðun hjá þernum þann 8. mars samþykkt með 89% greiddra atkvæða.

21. febrúar: Samninganefnd Eflingar kallar til húshjálparverkfalls á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars.

19. febrúar: Ríkisstjórn leggur fram skattatillögur. Samflotsfélögin fjögur lýsa megnum vonbrigðum.

15. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. Samflotsfélögin fjögur leggja fram gagntilboð sem er hafnað.

13. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. SA gera tilboð.

6. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. Samræðum um vinnutímabreytingar SA hafnað og stefnan tekin á viðræður um laun. Lestu hér um yfirlýsingar dagsins.

1. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara um kröfur Eflingar. Rætt um aukinn jöfnuð sem forsendu kjarasamninga og útvíkkað starf trúnaðarmanna.

30. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. SA kynnir hugmyndir sínar um nýtt launakerfi.

28. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara um liði úr kröfugerð, aðra en launalið. VR og Efling kynntu kröfur sínar og ræddu þær við fulltrúa SA.

24. janúar: Fulltrúar Eflingar í undirhópum SGS um staka samninga og samningakafla fara yfir stöðu mála. Öllum viðræðum um launamál hefur verið vísað á „stóra borðið“, þar sem helstu ágreiningsefni eru rædd. Formaður Eflingar og Stefán Ólafsson kynna niðurstöður skattanefndar ASÍ.

23. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. „Við erum að mínu mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi,“ segir formaður Eflingar eftir fundinn. „Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður.“

22. janúar: Húsnæðishópur forsætisráðherra skilar niðurstöðum. Sjá svör Eflingar hér.

17. janúar: Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna eindregið tillögum SA um breytingar á vinnutíma. Sjá meira.

16. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara, þar sem rætt var um svigrúm og kostnað vegna launahækkana.

9. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara, þar sem stéttarfélögin kynntu sínar kröfur.

8. janúar: Verkalýðsfélag Grindavíkur slæst í för með VR, VLFA og Eflingu og vísar til ríkissáttasemjara.

28. desember: Fyrsti fundur hjá ríkissáttasemjara. Rætt um formsatriði og dagsetningar funda.

20. desember: Efling afturkallar samningsumboð sitt frá SGS. Hvers vegna?