Verkföll – spurt og svarað

1. Hvað er verkfall? Verkfall er þegar verkafólk leggur niður störf til að þrýsta á um kröfur sínar í tengslum við kjaraviðræður. Verkföll geta verið afmörkuð og staðið í skamman tíma (skæruverkföll) eða náð til allra félagsmanna viðkomandi stéttarfélaga til ótilgreinds tíma (allsherjarverkfall). Verkfallsaðgerðir, samfelldar eða með hléum, geta staðið þangað til kröfum stéttarfélags fyrir hönd meðlima sinna hefur verið mætt og ásættanlegur kjarasamningur undirritaður. Ákvörðun um verkfall er tekin sameiginlega af félagsmönnum stéttarfélags og Read more…

Námskeið: Kjarasamningar, friðarskylda og verkföll; 15-22 janúar 2019

Kjarasamningar, friðarskylda og verkföll. Á námskeiðinu verður farið yfir hinn formlega feril við gerð kjarasamninga, tegundir samninga á vinnumarkaði, atkvæðagreiðslu þeirra og boðun verkfalla. Fjallað er um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof, um heimildir og umboð samninganefnda, hlutverk, heimildir og stöðu ríkissáttasemjara.Námskeiðið er í þrjú skipti, 2 klst. í senn.Dagsetning: 15. 17. og 22. janúar 2019Tími: 16:00 – 18:00Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)Verð: 21.000 kr. Námskeiðið er einnig í fjarfundi (fjarkennsla). Námskeiðið er Read more…

Samninganefnd Eflingar afturkallar umboð til SGS

Fundur var haldinn í samninganefnd Eflingar – stéttarfélags fimmtudagskvöldið 20. desember. Á fundinn var vel mætt úr fjölmennri samninganefnd Eflingar. Rætt var ítarlega um stöðu samstarfsins milli Eflingar og annarra aðildarfélaga SGS innan sameiginlegrar samninganefndar og viðræðunefndar þar sem formaður Eflingar hefur átt sæti. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Eflingar sem félagið hefur framselt samningsumboð sitt til SGS í kjaraviðræðum. Fram kom að nokkur áherslumunur er milli Eflingar og sumra annara aðildarfélaga SGS, Read more…