Kjarasamningur SGS við SA samþykktur

Öll félög SGS samþykktu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, flest með stórum meirihluta. Af þeim sem kusu hjá Eflingu samþykktu 77% samninginn en 2,3% sátu hjá. Alls voru yfir nítján þúsund á kjörskrá, en samningurinn nær til verkamannastarfa á borð við byggingarvinnu, vinnu við vegagerð og hafnarvinnu, landbúnaðarstörf og ýmsa vélavinnu, auk starfa í hótelum og veitingahúsum. Hér má lesa um helstu atriði samningsins.   Kjörskrá Þátttaka % Já % Nei % Tók ekki afstöðu % Aldan Read more…

Helstu atriði nýs kjarasamnings

Efling ásamt samflotsfélögum og SGS hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Helstu atriði: Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 eða í 3 ár og 8 mánuði Allar hækkanir samningsins eru krónutöluhækkanir Samið er um samtals 90 þúsund króna hækkun taxtalauna. Lægstu laun hækka mest eða 30% hækkun á lægstu taxta Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. kemur til útborgunar í byrjun maí 2019 Read more…

Orðsending frá strætóbílstjórum Kynnisferða

Kæru farþegar! Við, bílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, keyrum þig með glöðu geði í vinnu, skóla og hvert sem vera vill. Við berum ábyrgð á öryggi ykkar, en okkur eru aðeins greidd lágmarkslaun. Til að ná launum sem duga fyrir framfærslu þurfum við að taka á okkur mikla yfirvinnu. Þetta getur valdið þreytu og einbeitingarleysi í vinnunni. Í vinnunni okkar erum við ekki bara bílstjórar. Við erum líka afgreiðslufólk, ræstitæknar, upplýsingamiðstöð, eftirlitsfólk með miðum, öryggisverðir og Read more…

Vegna hópuppsagnar Kynnisferða

Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða. Stærstur hluti þeirra eru hópbifreiðastjórar sem starfa undir kjarasamningi Eflingar. Félagið hefur fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega að virkum félagsmönnum. Á þriðjudag og fimmtudag sátu trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar fundi með fulltrúum fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar voru auk Read more…

Verkfalli 28.-29. mars aflýst: Takmarkaður en þýðingarmikill árangur

Efling – stéttarfélag hefur aflýst boðuðum verkfallsaðgerðum 28. og 29. mars sem hefjast áttu innan örfárra klukkutíma. Efling aflýsir aðgerðunum í ljósi þess að viðræðugrundvöllur hefur loksins reynst vera til staðar af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Þetta kom fram í viðræðum SA við formenn samflotsfélaga í Karphúsinu síðdegis í dag. Aðrir þættir boðaðrar verkfallsáætlunar félagsins standa, en næstu boðuðu sólarhringsverkföll félagsins eru næstkomandi miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Strætisvagnar í rekstri Kynnisferða hefja einnig háannatímaverkföll á mánudaginn Read more…

Rútuverkfall 28.-29. mars: Upplýsingar

Uppfært: Verkfalli 28.-29. mars aflýst Á fimmtudaginn og föstudaginn verður verkfall í rútufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, í 48 tíma alls. Rútubílstjórar í Eflingu eru beðnir að hjálpa við að verja verkfallið. Verkfallsvarsla verður í tveimur vöktum, klukkan 2:00 og 7:00 að morgni hvors dags. Til að taka þátt í verkfallsvörslu og fá styrk úr verkfallssjóði er mætt á skrifstofu Eflingar, Guðrúnartún 1, við upphaf vaktar. Ef þú vinnur að nóttu til, þá er þín vakt sú sem hefst klukkan 2:00. Ef þú vinnur að degi til, þá er þín vakt Read more…

Ingólfur og verkfallið

Starfsfólk Eflingar hefur í samskiptum sínum við Hótel Nordica ítrekað orðið fyrir aðkasti hótelstjórans, Ingólfs Haraldssonar. Hann hefur svarað eðlilegum beiðnum með skætingi og lagði í dag hendur á starfsmann stéttarfélagsins. Í morgun lagði ein af sex kröfugöngum hótelstarfsmanna af stað frá hótelinu, sem er hluti hinnar alþjóðlegu Hilton keðju. Ingólfur tók við hópnum og sagði honum að hypja sig umsvifalaust af lóð hótelsins. Rútustæðið yrði að vera laust fyrir rútuferðir, tilkynnti hann fulltrúum stéttarfélagsins, Read more…

Upplýsingar um rútuverkfall á föstudaginn, 22. mars

Ef þú ert í Eflingu eða VR, og þú vinnur hjá rútufyrirtæki (ekki undir merkjum Strætó), þá á verkfallið við um þig. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir tekið þátt í kosningunni eða hvaða deild fyrirtækisins þú vinnur á, eða hvort þú starfir þar sem verktaki. Það skiptir ekki heldur máli hvort þú sért skráður í rangt stéttarfélag – verkfallið nær til allra sem vinna störf samkvæmt kjarasamningum Eflingar og VR í rútufyrirtækjum. Einu Read more…

Upplýsingar um hótelverkfall á föstudaginn 22. mars

Ef þú ert í Eflingu eða VR, og vinnur á einhverju af hótelunum sem eru talin upp hér að neðan, þá nær verkfallið til þín. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir tekið þátt í kosningunni eða hvaða deild hótelsins þú vinnur á, eða hvort þú starfir þar sem verktaki. Það skiptir ekki heldur máli hvort þú sért skráður í rangt stéttarfélag – verkfallið nær til allra sem vinna störf samkvæmt kjarasamningum Eflingar og VR Read more…

Verkföll í hótelum

Hvað er að gerast? Hótelstarfsfólk í Eflingu – stéttarfélagi hefur kosið um verkfall. Yfir 90% samþykktu. Þetta þýðir að löglegt verkfall hefst á föstudaginn 22. mars. (Örverkföll, sem hefjast áttu 18. mars, hafa verið dæmd ólögleg.) Hvers vegna förum við í verkfall? Hóteleigendur hafa grætt á tá og fingri undanfarin ár, en starfsfólkið sem þrífur hótelin og sinnir gestum hefur ekki notið góðs af. Þau fá of lág laun, vinna undir mikilli pressu, eru snuðuð Read more…