Hvers vegna ganga viðræðurnar svona hægt?

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði á Bylgjunni í gær að kjaraviðræður gengju vel — nema hjá Eflingu og þeim félögum sem hefðu vísað viðræðum til ríkissáttasemjara. Hvers vegna er það? Félagi okkar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur sent frá sér svar. Þetta er athyglisverð yfirlýsing hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að viðræður við Starfsgreinasamband Íslands og Iðnaðarmannafélögin séu nánast komin á lokastig. Halldór Benjamín viðurkennir þó að viðræðurnar við Verkalýðsfélag Akraness, Grindavíkur, Eflingu og VR séu Read more…

Ódýrara húsnæði er grundvallaratriði

Þegar samið er um kjarasamninga er mikilvægt að líta til þess hvað yfirvöld ætla að gera í húsnæðismálum. Stórátaks er þörf til að stórefla félagslegt húsnæði og lækka leigukostnað. Kröfur Eflingar hafa frá upphafi miðað að þessu kjarnamáli verkafólks. Í gær birti átakshópur forsætisráðuneytisins í húsnæðismálum hugmyndir sem unnið hefur verið að undanfarið. Hópurinn er skipaður fulltrúum verka­lýðshreyf­ing­arinnar, rík­is­stjórn­ar, atvinnulífsins, Íbúðalána­sjóðs og Sam­taka sveit­ar­fé­laga. „Þó tillögurnar séu jákvæðar og miði margar í rétta átt þá Read more…

Ályktun gegn tillögum SA

Í yfirstandandi kjaraviðræðum hafa Samtök atvinnulífsins lagt fram tillögur um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær tillögur ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans úr 10 klukkutímum í 13, að taka kaffitíma út úr launuðum vinnutíma og að lengja uppgjörstímabil yfirvinnu. Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar – stéttarfélags telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings á íslenskum vinnumarkaði. Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna því að greitt verði minna fyrir Read more…

Sólveig Anna: Ekki seinna en núna

Mér finnst skrítið að ekki fleiri úr röðum stjórn­mála­fólks hafi stigið fram til að lýsa yfir afdrátt­ar­lausum stuðn­ingi við kröfu okkar um 425.000 króna lág­marks­laun. Ef ég væri stjórn­mála­mann­eskja myndi ég ekki getað hugsað mér ann­að, þrátt fyrir að hafa eflaust margt annað að hugsa um, en að standa með verka- og lág­launa­fólki á íslenskum vinnu­mark­aði í bar­áttu sinni fyrir því að hér verði farið í að útdeila gæð­unum með sann­girni að leið­ar­ljósi.  Ég myndi Read more…

​Sam­tök at­vinnu­lífsins gegn straumi tímans

Hug­myndir Sam­taka at­vinnu­lífsins um vinnu­tíma­breytingar hafa verið helsta inn­legg sam­takanna til kjara­við­ræðna síðustu mánaða. Þrír megin­þættir eru í þessum hug­myndum: Að víkka dag­vinnu­tíma­bilið, selja út kaffi­tíma og lengja upp­gjörs­tíma yfir­vinnu. Því hefur verið haldið fram að þessar hug­myndir séu fjöl­skyldu­vænar og fram­sæknar. En út á hvað ganga hug­myndirnar?  Í fyrsta lagi vilja SA út­víkka mörk dag­vinnu­tíma­bilsins úr 10 tímum (klukkan 7:00 til 17:00 í nú­gildandi samningum aðildar­fé­laga SGS) yfir í 13 tíma (klukkan 6:00 til Read more…

Viðræður við SA

23. apríl: Nýr kjarasamningur samþykktur. 12. apríl: Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning í einkageira stendur yfir til 23. apríl. 3. apríl: Kjarasamningur undirritaður við SA. Sjá samantekt hér. 2. apríl: Samninganefnd Eflingar veitir formanni heimild til að undirrita kjarasamning. Ef svo fer, þá fer samningurinn í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. 1. apríl: Verkföllum 3.-5. apríl aflýst. Fallist hefur verið á grunnatriði kjarasamnings. 27. mars: VSFK slæst í hóp Eflingar, VR, VLFA og VLFGrv í skipulagningu verkfallsaðgerða. Samræðum þokar við SA; verkföllum 28-29. aflýst. Read more…

Verkföll – spurt og svarað

1. Hvað er verkfall? Verkfall er þegar verkafólk leggur niður störf til að þrýsta á um kröfur sínar í tengslum við kjaraviðræður. Verkföll geta verið afmörkuð og staðið í skamman tíma (skæruverkföll) eða náð til allra félagsmanna viðkomandi stéttarfélaga til ótilgreinds tíma (allsherjarverkfall). Verkfallsaðgerðir, samfelldar eða með hléum, geta staðið þangað til kröfum stéttarfélags fyrir hönd meðlima sinna hefur verið mætt og ásættanlegur kjarasamningur undirritaður. Ákvörðun um verkfall er tekin sameiginlega af félagsmönnum stéttarfélags og Read more…

Námskeið: Kjarasamningar, friðarskylda og verkföll; 15-22 janúar 2019

Kjarasamningar, friðarskylda og verkföll. Á námskeiðinu verður farið yfir hinn formlega feril við gerð kjarasamninga, tegundir samninga á vinnumarkaði, atkvæðagreiðslu þeirra og boðun verkfalla. Fjallað er um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof, um heimildir og umboð samninganefnda, hlutverk, heimildir og stöðu ríkissáttasemjara.Námskeiðið er í þrjú skipti, 2 klst. í senn.Dagsetning: 15. 17. og 22. janúar 2019Tími: 16:00 – 18:00Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)Verð: 21.000 kr. Námskeiðið er einnig í fjarfundi (fjarkennsla). Námskeiðið er Read more…

Samninganefnd Eflingar afturkallar umboð til SGS

Fundur var haldinn í samninganefnd Eflingar – stéttarfélags fimmtudagskvöldið 20. desember. Á fundinn var vel mætt úr fjölmennri samninganefnd Eflingar. Rætt var ítarlega um stöðu samstarfsins milli Eflingar og annarra aðildarfélaga SGS innan sameiginlegrar samninganefndar og viðræðunefndar þar sem formaður Eflingar hefur átt sæti. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Eflingar sem félagið hefur framselt samningsumboð sitt til SGS í kjaraviðræðum. Fram kom að nokkur áherslumunur er milli Eflingar og sumra annara aðildarfélaga SGS, Read more…