Ingólfur og verkfallið

Starfsfólk Eflingar hefur í samskiptum sínum við Hótel Nordica ítrekað orðið fyrir aðkasti hótelstjórans, Ingólfs Haraldssonar. Hann hefur svarað eðlilegum beiðnum með skætingi og lagði í dag hendur á starfsmann stéttarfélagsins. Í morgun lagði ein af sex kröfugöngum hótelstarfsmanna af stað frá hótelinu, sem er hluti hinnar alþjóðlegu Hilton keðju. Ingólfur tók við hópnum og sagði honum að hypja sig umsvifalaust af lóð hótelsins. Rútustæðið yrði að vera laust fyrir rútuferðir, tilkynnti hann fulltrúum stéttarfélagsins, Read more…

Upplýsingar um rútuverkfall á föstudaginn, 22. mars

Ef þú ert í Eflingu eða VR, og þú vinnur hjá rútufyrirtæki (ekki undir merkjum Strætó), þá á verkfallið við um þig. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir tekið þátt í kosningunni eða hvaða deild fyrirtækisins þú vinnur á, eða hvort þú starfir þar sem verktaki. Það skiptir ekki heldur máli hvort þú sért skráður í rangt stéttarfélag – verkfallið nær til allra sem vinna störf samkvæmt kjarasamningum Eflingar og VR í rútufyrirtækjum. Einu Read more…

Upplýsingar um hótelverkfall á föstudaginn 22. mars

Ef þú ert í Eflingu eða VR, og vinnur á einhverju af hótelunum sem eru talin upp hér að neðan, þá nær verkfallið til þín. Það skiptir ekki máli hvort þú hafir tekið þátt í kosningunni eða hvaða deild hótelsins þú vinnur á, eða hvort þú starfir þar sem verktaki. Það skiptir ekki heldur máli hvort þú sért skráður í rangt stéttarfélag – verkfallið nær til allra sem vinna störf samkvæmt kjarasamningum Eflingar og VR Read more…

Verkföll í hótelum

Hvað er að gerast? Hótelstarfsfólk í Eflingu – stéttarfélagi hefur kosið um verkfall. Yfir 90% samþykktu. Þetta þýðir að löglegt verkfall hefst á föstudaginn 22. mars. (Örverkföll, sem hefjast áttu 18. mars, hafa verið dæmd ólögleg.) Hvers vegna förum við í verkfall? Hóteleigendur hafa grætt á tá og fingri undanfarin ár, en starfsfólkið sem þrífur hótelin og sinnir gestum hefur ekki notið góðs af. Þau fá of lág laun, vinna undir mikilli pressu, eru snuðuð Read more…

Verkföll hefjast á föstudag

Efling – stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með úrskurð Félagsdóms í máli Samtaka atvinnulífsins gegn félaginu vegna boðaðra örverkfalla eða vinnutruflana sem hefjast áttu 18. mars. „Það er miður að félagsmenn okkar fái ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Þessar aðgerðir eru hófsamar og byggja á stigmögnun frekar en að til fullra áhrifa komi strax,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „En við hlítum að sjálfsögðu þessum dómi og lærum af honum.“ „Við erum hvergi af baki Read more…

Hvenær er klósett ekki klósett? Um ákærur SA

Samtök atvinnulífsins hafa í annað sinn kært verkfallsboðanir Eflingar, nú vægar aðgerðir á hótelum og í rútufyrirtækjum. Aðgerðirnar voru þróaðar í samvinnu við starfsfólkið á þessum vinnustöðum, og eru til þess fallnar að setja þrýsting á atvinnurekendur án þess að lama vinnustaðina. Verkfallsboðanir Eflingar eru settar fram eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt Read more…

Stóru hótelin eru engin paradís

Framkvæmdastjóri Hótel Sögu sagði við Fréttablaðið í morgun að það væri „sérkennilegt“ að beina verkföllum að stóru hótelunum. „Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum. Þetta er ekki í samræmi við okkar reynslu af líðan félagsmanna, hvort sem þeir vinna á stórum hótelum eða smáum. Trúnaðarmenn okkar í stórum hótelkeðjum hafa upplýst okkur um að yfirmenn skrái nöfn þeirra sem leiti til stéttarfélagsins. „Fólki Read more…

Rangmæli Fréttablaðsins í dag

Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar um hríð. Talað er um 60% til 85% hækkun launa hjá „fyrirtækjum í landinu“ og kennt við „sturlun“ og önnur álíka einkenni. Allt er þetta fjarri lagi. Kröfurnar eru mun nær því að vera hóflegar og ábyrgar en hækkun bankastjóralauna og toppanna í samfélaginu á síðustu árum. Kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins eru um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna Read more…

Sólveig Anna: Við, vinnandi fólk, erum höfuðstóll samfélagsins

Í dag skrifar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins að „Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið.“ Hann bætir við: „Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, svarar: Eftir að ég gerðist láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði var ég ekki lengi að átta mig á því að ég og Read more…