Sólveig Anna: Við, vinnandi fólk, erum höfuðstóll samfélagsins

Í dag skrifar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins að „Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið.“ Hann bætir við: „Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, svarar: Eftir að ég gerðist láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði var ég ekki lengi að átta mig á því að ég og Read more…

Um skattatillögur ríkisstjórnarinnar

Fyrir utan að boðuð skattalækkun ríkisstjórnarinnar er mjög langt undir væntingum þá vakna margar spurningar um inntak og framkvæmd þeirra breytinga sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Glærukynningin var augljóslega hönnuð til að fegra tillögurnar og sumt virðist ekki ganga upp. Annað vekur upp mjög alvarlegar spurningar. Sérstaka athygli vekur að sagt er að persónufrádráttur verði fastur á innleiðingartímabilinu, sem er sagt vera frá 2020 til 2022. Það gæti þá þýtt að hann verði fastur í Read more…

Ríkið býður 6.760 krónur í skattalækkun á laun undir 900.000

Í dag kynnti ríkisstjórn tillögur um skattakerfisbreytingar, til að liðka til fyrir kjaraviðræðum. Leggja átti áherslu á lægstu laun. „Viðræður höfðu einfaldlega siglt í strand,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Samtök atvinnulífsins voru ekki reiðubúin í alvarlegt samtal um laun sem duga fyrir framfærslu.“ Í síðustu viku voru lögð fram tilboð í samningaviðræðum frá Samtökum atvinnulífsins annars vegar og gagntilboð frá Eflingu, VR, VLFA og VLFGrv hins vegar. Langt bar á milli og voru Read more…

Yfirýsing vegna útspils ríkisstjórnarinnar 19. febrúar

Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag, 19. febrúar. Viðræður hafa staðið tæpt eftir að SA lögðu fram tilboð í síðustu viku sem leitt hefði til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólk. SA höfnuðu í kjölfarið sanngjörnu gagntilboði samflotsfélaganna. Vonir stóðu til að aðkoma stjórnvalda gæti hleypt glæðum í viðræður. Read more…

Tæp 80% félagsmanna Eflingar hlynntir verkfalli

Í nýrri könnun sem Gallup framkvæmdi meðal félagsmanna Eflingar-stéttarfélags kemur í ljós afdráttarlaus stuðningur við kröfugerð félagsins í kjarasamningum. Tæplega 80% félagsmanna telja hana sanngjarna og sama hlutfall segist hlynnt því að fara verkfall til að knýja á um launakröfur verkalýðsfélaganna. Það er ekki síst erlendur hluti vinnuaflsins sem að fylkir sér bak við launakröfurnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur stuðningur við kröfur og verkfallsaðgerðir auk væntinga um launahækkanir í kjölfar kjarasamninga tilhneigingu til að vera Read more…

Efling og samflotsfélög leggja fram gagntilboð

Í gær gerðu Samtök atvinnulífsins stéttarfélögum tilboð um þriggja ára kjarasamninga að gefnum vissum forsendum. Samninganefnd Eflingar samþykkti gagntilboð sem formaður fékk heimild til að leggja fram ásamt samflotsfélögum Eflingar. Þar er komið til móts við kauphækkunarboð Samtaka atvinnulífsins, með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og auki ráðstöfunartekjur með skattkerfisbreytingum. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu svo ályktun um skattastefnu, þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson Read more…

Starfsfólk Reykjavíkurborgar! Það er komið að ykkur!

Ert þú félagi í Eflingu og vinnur fyrir Reykjavíkurborg? Ef svo er, þá eru kjarasamningarnir þínir að renna út, og samningaviðræður að hefjast um næstu samninga. Okkur er falið að semja um kaup og kjör, og við viljum að þú hafir stjórn á ferlinu. Við ætlum hjálpa starfsfólki Reykjavíkurborgar að koma á fót samninganefnd sem setur kröfur í viðræðunum og hefur umsjón með þeim. Efling efnir til opinna funda í húsakynnum Eflingar, Guðrúnartúni 1 þessa Read more…

Að sekta fyrir brot eða biðja fallega

Flest erum við vön því að glæp fylgi refsing. Þegar við hnuplum úr búð er ekki nóg að skila hlutnum, heldur þarf að borga sekt líka. Þetta er gert til að óprúttið fólk láti ekki bara á það reyna dag eftir dag að taka hluti án þess að borga. Annað fyrirkomulag væri þjófaparadís. Þess vegna er algerlega ótrúlegt að ekki sé sektað fyrir launaþjófnað, þótt hann sé miklu hættulegra fyrirbæri en hnupl úr búðum. Flest Read more…

Mannsæmandi laun eru ekki „áfall“

Nokkuð hefur þokast í kjaraviðræðum, þótt yfirlýsingar dagsins í dag bendi til þess að frekari baráttu sé þörf svo lifa megi af lágmarkslaunum á Íslandi. Á fundi ríkissáttasemjara í morgun var því endanlega hafnað að ræða frekar vinnutímahugmyndir Samtaka atvinnulífsins. Innan skamms verður þá hægt að ræða mál málanna, launakröfur stéttarfélaganna. Í síðustu viku komu Efling og VR á framfæri kröfum sem ekki tengjast launum sem verða nú ræddar í undirhópum. Meðal þeirra eru kröfur Read more…

Hvers vegna ganga viðræðurnar svona hægt?

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði á Bylgjunni í gær að kjaraviðræður gengju vel — nema hjá Eflingu og þeim félögum sem hefðu vísað viðræðum til ríkissáttasemjara. Hvers vegna er það? Félagi okkar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur sent frá sér svar. Þetta er athyglisverð yfirlýsing hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að viðræður við Starfsgreinasamband Íslands og Iðnaðarmannafélögin séu nánast komin á lokastig. Halldór Benjamín viðurkennir þó að viðræðurnar við Verkalýðsfélag Akraness, Grindavíkur, Eflingu og VR séu Read more…