Tilkynningar
Viðræðum við Reykjavíkurborg slitið
Efling – stéttarfélag hefur slitið samningaviðræðum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Samninganefnd Eflingar, sem er skipuð fulltrúum starfsfólks borgarinnar, tók þessa ákvörðun eftir fund með samninganefnd Reykjavíkurborgar í gær, fimmtudaginn 19. desember. Á þeim fundi þótti samninganefnd Eflingar verða endanlega ljóst hversu lítinn skilning borgin hefði sýnt þeim málefnum sem nefndin hefur reynt að fá rædd. „Við höfum frá fyrsta degi tekið þátt í þessum viðræðum Read more…