Viðræðum við Reykjavíkurborg slitið

Efling – stéttarfélag hefur slitið samningaviðræðum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Samninganefnd Eflingar, sem er skipuð fulltrúum starfsfólks borgarinnar, tók þessa ákvörðun eftir fund með samninganefnd Reykjavíkurborgar í gær, fimmtudaginn 19. desember. Á þeim fundi þótti samninganefnd Eflingar verða endanlega ljóst hversu lítinn skilning borgin hefði sýnt þeim málefnum sem nefndin hefur reynt að fá rædd. „Við höfum frá fyrsta degi tekið þátt í þessum viðræðum Read more…

Skorað á borgaryfirvöld að ljúka samningum sem fyrst

Trúnaðarmenn af vinnustöðum borgarinnar afhentu í dag borgarstjóra Reykjavíkur áskorun um að borgin gangi frá samningum við starfsfólk sitt. Undirskriftarlistar hafa gengið á vinnustöðum og söfnuðust tæplega 1000 undirskriftir. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri tók vel á móti hópnum og sagðist sammála því að klára þyrfti samningana sem fyrst á sanngjarnan máta. Þó hann væri ekki bjartsýnn á það næðist fyrir jól sagðist hann vona að allir gætu verið stoltir af þeim þegar þeir líta dagsins Read more…

Miðborg heimsótt

Í dag heimsótti Ragnar Ólason, ásamt starfsfólki félagssviðs Eflingar, leikskólann Miðborg til að ræða stöðu samningaviðræðna við borgina og heyra hljóðið í félögum. Á fundinum var mikið rætt um velferð barna sem leikskólar borgarinnar sinna. Á Íslandi dvelja börn mun lengur á leikskóla á daginn heldur en í mörgum nágrannalöndum okkar enda vinnuvikan lengri en gerist og gengur víðast hvar í kringum okkur. Til viðbótar við þennan langa dvalartíma og álaginu sem honum fylgir fyrir Read more…

Hvassaleiti heimsótt

Kona sem vinnur í 80% stöðu fyrir heimaþjónustu Reykjavíkurborgar og er með næstum 30 ára starfsreynslu fær útborgaðar rétt um 220 þúsund krónur. Sonur hennar er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og var ráðinn í vinnu í raftækjaverslun um daginn. Hann er frá fyrsta degi á töluvert hærri launum en hún. Getur einhver útskýrt fyrir þessari konu hvers vegna hennar starf og reynsla sé minna virði en starf reynslulauss starfsmanns í raftækjavöruverslun? Það Read more…

Múlaborg heimsótt

„Eftir nærri 30 ára starfsreynslu fæ ég rétt um 250.000 kr. útborgað eftir 7 tíma vinnudag. Af því borga ég 240.000 kr. í leigu!” Þetta sagði kona sem byrjaði að vinna á leikskóla 17 ára gömul og starfar nú á leikskólanum Múlaborg sem Sólveig Anna og Ragnar Ólason heimsóttu í dag. Hún á 10.000 krónur til að lifa á eftir að hafa borgað leiguna! Þetta er ekki bara veruleiki þessarar konu. Þetta er veruleiki flestra þeirra Read more…

Njarðargata heimsótt

Heitar umræður spunnust í heimsókn Sólveigar Önnu og Ragnars Ólasonar í Hverfa- og verkbækistöðina á Njarðargötu í gær. Hverfastöðin var einn þeirra vinnustaða Reykjavíkurborgar sem tók þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Mikil ánægja var með styttinguna á meðal starfsfólksins og voru öll sammála því að tilraunin hafi gengið mjög vel og haft veigamikla þýðingu fyrir þau. Ánægjuna með styttinguna hafi þau tjáð með ýmsum hætti í fjölda kannanna sem Reykjavíkurborg lagði fyrir þau bæði Read more…

Hólaborg heimsótt

Á fundum Eflingar með starfsfólki leikskóla Reykjavíkurborgar upp á síðkastið hefur oft komið upp umræða um viðhaldsleysi á leiktækjum á leikskólalóðum borgarinnar. Við höfum heyrt dæmi um að börn hafi fengið flísar úr leiktækjum sem borgin hefur leyft að drabbast niður vegna sinnuleysis í viðhaldi. Á fundum okkar skapast oft líflegar umræður um forgangsröðun og margt talið upp sem borgin hefur þrátt fyrir allt efni á að gera og setur ofar á sinn forgangslista en Read more…

Vitatorg heimsótt

Í gær fóru Sólveig Anna og Ragnar Ólason og heimsóttu starfsfólk heimaþjónustunnar á Vitatorgi hjá Reykjavíkurborg. Rætt var um stöðu kjaraviðræðna við Reykjavíkurborg og aðbúnað starfsfólksins. Það var hugur í fólki sem er komið með nóg af sinnuleysi Reykjavíkurborgar og vill fá leiðréttingu á kjörum sínum og aðstæðum. Starfsfólk heimaþjónustunnar sagði frá auknu álagi sem þau hefðu fengið að finna fyrir. Það er hlaðið á þau auknum verkefnum án þess að þau fái fyrir það Read more…

Hof og Brekkuborg heimsótt

„Við elskum vinnuna okkar. Þess vegna erum við hérna ennþá. Ekki er það fyrir peningana“. Þetta sagði ófaglærð starfskona á leikskóla sem Sólveig Anna og Ragnar Ólason heimsóttu í gær. Þessi kona hefur unnið á sama leikskólanum í næstum þrjá áratugi en nær ekki 300.000 krónum útborguðum á mánuði. Hún neyðist þess vegna til að taka að sér tvær aukavinnur til að ná endum saman. Hún og aðrir starfsmenn leikskólanna sem hafa slíka starfsreynslu eru Read more…

Heiðarborg heimsótt

Í morgun heimsóttu Sólveig Anna og Ragnar Ólason leikskólann Heiðarborg. Fundurinn er liður í heimsóknum Eflingar til starfsfólks Reykjavíkurborgar nú þegar kjaraviðræður við borgina standa sem hæst. Rætt var um ástandið á leikskólunum og velt vöngum yfir því hvers vegna þetta óásættanlega ástand hafi fengið að viðgangast eins lengi og raun ber vitni. Fólk var sammála um að ekki sé hægt að skýra það öðruvísi en að um kerfislæga kvenfyrirlitningu sé að ræða. Eftir hrun Read more…