Hvenær er klósett ekki klósett? Um ákærur SA

Samtök atvinnulífsins hafa í annað sinn kært verkfallsboðanir Eflingar, nú vægar aðgerðir á hótelum og í rútufyrirtækjum. Aðgerðirnar voru þróaðar í samvinnu við starfsfólkið á þessum vinnustöðum, og eru til þess fallnar að setja þrýsting á atvinnurekendur án þess að lama vinnustaðina. Verkfallsboðanir Eflingar eru settar fram eftir langar samningaumleitanir, þar sem kröfum um framfærslulaun var hafnað. Þess í stað hafa SA dregið viðræður á langinn með áður óþekktum tillögum um vinnutímabreytingar sem hefðu leitt Read more…

Stóru hótelin eru engin paradís

Framkvæmdastjóri Hótel Sögu sagði við Fréttablaðið í morgun að það væri „sérkennilegt“ að beina verkföllum að stóru hótelunum. „Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum. Þetta er ekki í samræmi við okkar reynslu af líðan félagsmanna, hvort sem þeir vinna á stórum hótelum eða smáum. Trúnaðarmenn okkar í stórum hótelkeðjum hafa upplýst okkur um að yfirmenn skrái nöfn þeirra sem leiti til stéttarfélagsins. „Fólki Read more…

Rangmæli Fréttablaðsins í dag

Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar um hríð. Talað er um 60% til 85% hækkun launa hjá „fyrirtækjum í landinu“ og kennt við „sturlun“ og önnur álíka einkenni. Allt er þetta fjarri lagi. Kröfurnar eru mun nær því að vera hóflegar og ábyrgar en hækkun bankastjóralauna og toppanna í samfélaginu á síðustu árum. Kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins eru um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna Read more…

Sólveig Anna: Við, vinnandi fólk, erum höfuðstóll samfélagsins

Í dag skrifar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins að „Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið.“ Hann bætir við: „Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, svarar: Eftir að ég gerðist láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði var ég ekki lengi að átta mig á því að ég og Read more…

Um skattatillögur ríkisstjórnarinnar

Fyrir utan að boðuð skattalækkun ríkisstjórnarinnar er mjög langt undir væntingum þá vakna margar spurningar um inntak og framkvæmd þeirra breytinga sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Glærukynningin var augljóslega hönnuð til að fegra tillögurnar og sumt virðist ekki ganga upp. Annað vekur upp mjög alvarlegar spurningar. Sérstaka athygli vekur að sagt er að persónufrádráttur verði fastur á innleiðingartímabilinu, sem er sagt vera frá 2020 til 2022. Það gæti þá þýtt að hann verði fastur í Read more…

Ríkið býður 6.760 krónur í skattalækkun á laun undir 900.000

Í dag kynnti ríkisstjórn tillögur um skattakerfisbreytingar, til að liðka til fyrir kjaraviðræðum. Leggja átti áherslu á lægstu laun. „Viðræður höfðu einfaldlega siglt í strand,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Samtök atvinnulífsins voru ekki reiðubúin í alvarlegt samtal um laun sem duga fyrir framfærslu.“ Í síðustu viku voru lögð fram tilboð í samningaviðræðum frá Samtökum atvinnulífsins annars vegar og gagntilboð frá Eflingu, VR, VLFA og VLFGrv hins vegar. Langt bar á milli og voru Read more…

Yfirýsing vegna útspils ríkisstjórnarinnar 19. febrúar

Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag, 19. febrúar. Viðræður hafa staðið tæpt eftir að SA lögðu fram tilboð í síðustu viku sem leitt hefði til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólk. SA höfnuðu í kjölfarið sanngjörnu gagntilboði samflotsfélaganna. Vonir stóðu til að aðkoma stjórnvalda gæti hleypt glæðum í viðræður. Read more…

Tæp 80% félagsmanna Eflingar hlynntir verkfalli

Í nýrri könnun sem Gallup framkvæmdi meðal félagsmanna Eflingar-stéttarfélags kemur í ljós afdráttarlaus stuðningur við kröfugerð félagsins í kjarasamningum. Tæplega 80% félagsmanna telja hana sanngjarna og sama hlutfall segist hlynnt því að fara verkfall til að knýja á um launakröfur verkalýðsfélaganna. Það er ekki síst erlendur hluti vinnuaflsins sem að fylkir sér bak við launakröfurnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur stuðningur við kröfur og verkfallsaðgerðir auk væntinga um launahækkanir í kjölfar kjarasamninga tilhneigingu til að vera Read more…

Efling og samflotsfélög leggja fram gagntilboð

Í gær gerðu Samtök atvinnulífsins stéttarfélögum tilboð um þriggja ára kjarasamninga að gefnum vissum forsendum. Samninganefnd Eflingar samþykkti gagntilboð sem formaður fékk heimild til að leggja fram ásamt samflotsfélögum Eflingar. Þar er komið til móts við kauphækkunarboð Samtaka atvinnulífsins, með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og auki ráðstöfunartekjur með skattkerfisbreytingum. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu svo ályktun um skattastefnu, þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson Read more…