Njarðargata heimsótt

Heitar umræður spunnust í heimsókn Sólveigar Önnu og Ragnars Ólasonar í Hverfa- og verkbækistöðina á Njarðargötu í gær. Hverfastöðin var einn þeirra vinnustaða Reykjavíkurborgar sem tók þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Mikil ánægja var með styttinguna á meðal starfsfólksins og voru öll sammála því að tilraunin hafi gengið mjög vel og haft veigamikla þýðingu fyrir þau. Ánægjuna með styttinguna hafi þau tjáð með ýmsum hætti í fjölda kannanna sem Reykjavíkurborg lagði fyrir þau bæði Read more…

Hólaborg heimsótt

Á fundum Eflingar með starfsfólki leikskóla Reykjavíkurborgar upp á síðkastið hefur oft komið upp umræða um viðhaldsleysi á leiktækjum á leikskólalóðum borgarinnar. Við höfum heyrt dæmi um að börn hafi fengið flísar úr leiktækjum sem borgin hefur leyft að drabbast niður vegna sinnuleysis í viðhaldi. Á fundum okkar skapast oft líflegar umræður um forgangsröðun og margt talið upp sem borgin hefur þrátt fyrir allt efni á að gera og setur ofar á sinn forgangslista en Read more…

Vitatorg heimsótt

Í gær fóru Sólveig Anna og Ragnar Ólason og heimsóttu starfsfólk heimaþjónustunnar á Vitatorgi hjá Reykjavíkurborg. Rætt var um stöðu kjaraviðræðna við Reykjavíkurborg og aðbúnað starfsfólksins. Það var hugur í fólki sem er komið með nóg af sinnuleysi Reykjavíkurborgar og vill fá leiðréttingu á kjörum sínum og aðstæðum. Starfsfólk heimaþjónustunnar sagði frá auknu álagi sem þau hefðu fengið að finna fyrir. Það er hlaðið á þau auknum verkefnum án þess að þau fái fyrir það Read more…

Hof og Brekkuborg heimsótt

„Við elskum vinnuna okkar. Þess vegna erum við hérna ennþá. Ekki er það fyrir peningana“. Þetta sagði ófaglærð starfskona á leikskóla sem Sólveig Anna og Ragnar Ólason heimsóttu í gær. Þessi kona hefur unnið á sama leikskólanum í næstum þrjá áratugi en nær ekki 300.000 krónum útborguðum á mánuði. Hún neyðist þess vegna til að taka að sér tvær aukavinnur til að ná endum saman. Hún og aðrir starfsmenn leikskólanna sem hafa slíka starfsreynslu eru Read more…

Heiðarborg heimsótt

Í morgun heimsóttu Sólveig Anna og Ragnar Ólason leikskólann Heiðarborg. Fundurinn er liður í heimsóknum Eflingar til starfsfólks Reykjavíkurborgar nú þegar kjaraviðræður við borgina standa sem hæst. Rætt var um ástandið á leikskólunum og velt vöngum yfir því hvers vegna þetta óásættanlega ástand hafi fengið að viðgangast eins lengi og raun ber vitni. Fólk var sammála um að ekki sé hægt að skýra það öðruvísi en að um kerfislæga kvenfyrirlitningu sé að ræða. Eftir hrun Read more…

Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til sáttasemjara

Efling – stéttarfélag hefur séð sig knúið til að vísa kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar sendi ríkissáttasemjara skriflega tilkynningu þess efnis síðdegis í gær, 16. september. Efling lítur svo á að viðræður við Reykjavíkurborg hafi reynst árangurslausar en þær hafa staðið síðan í febrúar á þessu ári. Kjarasamningurinn sem í hlut á rann út þann 31. mars síðastliðinn. Eitt helsta ágreiningsmálið í viðræðunum felur í sér kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Reykjavíkurborg hefur Read more…

Samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar milli SGS, Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritað

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar – stéttarfélags hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi. Jafnframt drógu SGS og Efling – stéttarfélag til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara. Þann 1. október 2019 verður hverjum starfsmanni greidd innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning að upphæð 125.000 kr. miðað við fullt starf. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu Read more…

Viðræður hafnar að nýju

Enn er ósamið við ríki, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög en viðræður eru hafnar að nýju eftir sumarfrí. Í sumar var skrifað undir samkomulag við Reykjavíkurborg, ríki og nokkrar stofnanir um 105.000 kr. innágreiðslu til félagsmanna Eflingar sem í flestum tilfellum var greiddþann 1. ágúst sl. Í samkomulaginu kom fram að viðræður yrðu teknar upp að nýju um miðjan ágúst og fyrirhugað væri að klára kjarasamninga fyrir 15. september. Starfsmenn fengu þessa innágreiðslu vegna þeirra tafa Read more…

Samband íslenskra sveitarfélaga neitar enn að greiða 105.000 kr. innágreiðslu

Efling og Starfsgreinasamband Íslands áttu fund með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun þar sem 105.000 kr. innágreiðsla til félagsmanna var meðal þess sem tekið var til umræðu. Efling og SGS lögðu á það þunga áherslu að upphæðin sem ríki, Reykjavíkurborg og nokkrar aðrar stofnanir greiddu sínu fólki 1. ágúst sl. yrði greidd til starfsmanna SÍS núna 1. september. Samninganefnd Eflingar og SGS taldi einboðið að SÍS yrði við kröfunni um innágreiðsluna. Skýr skilaboð samninganefndar Read more…

Hver fær 105.000 krónurnar?

Ríki og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að borga innágreiðslu upp á 105.000 krónur til félagsmanna í Eflingu þann 1. ágúst. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur á hinn bóginn bannað sínum meðlimum að greiða upphæðina út. Í fjölmiðlum var í gær birt bréf frá samninganefnd sveitarfélaganna þar sem þessi skipun er sett fram. Þar er ástæðan fyrir banninu sögð vera vísun kjaradeilu Eflingar og SGS-félaganna til ríkissáttasemjara. Deilunni var vísað þangað því samtalið hafði siglt í strand, eins Read more…