Tilboð lagt fram

Published by Efling on

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg lagði fram tilboð um nýjan kjarasamning á fundi klukkan 13:00 í dag með samninganefnd Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn hjá ríkissáttasemjara.

Fulltrúar borgarinnar vildu ekki halda viðræðum áfram í dag. Ríkissáttasemjari boðaði þess í stað til fundar næstkomandi þriðjudag klukkan 10:30.

Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir samkvæmt tillögu samninganefndar Eflingar hefst á hádegi á þriðjudag.

Myndin er af samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg á fundi í gær.