Trúnaðarmenn úr keðjum: Úr nýju samningunum

Á Íslandi er fjöldi hótela og veitingahúsa rekin innan stórra keðja. Þessi fyrirtæki halda uppi túristahagkerfinu, en þeim sjálfum er að mestu haldið uppi af erlendu starfsfólki. Þar er líka mikil starfsmannavelta. Í þessum aðstæðum er sérlega mikilvægt að starfsfólk hafa traust trúnaðarmannakerfi með stuðningi stéttarfélags síns. Þrátt fyrir þetta Read more…

Ingólfur og verkfallið

Starfsfólk Eflingar hefur í samskiptum sínum við Hótel Nordica ítrekað orðið fyrir aðkasti hótelstjórans, Ingólfs Haraldssonar. Hann hefur svarað eðlilegum beiðnum með skætingi og lagði í dag hendur á starfsmann stéttarfélagsins. Í morgun lagði ein af sex kröfugöngum hótelstarfsmanna af stað frá hótelinu, sem er hluti hinnar alþjóðlegu Hilton keðju. Read more…

Stóru hótelin eru engin paradís

Framkvæmdastjóri Hótel Sögu sagði við Fréttablaðið í morgun að það væri „sérkennilegt“ að beina verkföllum að stóru hótelunum. „Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum. Þetta er ekki í samræmi við okkar reynslu af líðan félagsmanna, hvort sem þeir Read more…

Ríkið býður 6.760 krónur í skattalækkun á laun undir 900.000

Í dag kynnti ríkisstjórn tillögur um skattakerfisbreytingar, til að liðka til fyrir kjaraviðræðum. Leggja átti áherslu á lægstu laun. „Viðræður höfðu einfaldlega siglt í strand,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Samtök atvinnulífsins voru ekki reiðubúin í alvarlegt samtal um laun sem duga fyrir framfærslu.“ Í síðustu viku voru lögð Read more…

Mannsæmandi laun eru ekki „áfall“

Nokkuð hefur þokast í kjaraviðræðum, þótt yfirlýsingar dagsins í dag bendi til þess að frekari baráttu sé þörf svo lifa megi af lágmarkslaunum á Íslandi. Á fundi ríkissáttasemjara í morgun var því endanlega hafnað að ræða frekar vinnutímahugmyndir Samtaka atvinnulífsins. Innan skamms verður þá hægt að ræða mál málanna, launakröfur Read more…

Samninganefnd Eflingar afturkallar umboð til SGS

Fundur var haldinn í samninganefnd Eflingar – stéttarfélags fimmtudagskvöldið 20. desember. Á fundinn var vel mætt úr fjölmennri samninganefnd Eflingar. Rætt var ítarlega um stöðu samstarfsins milli Eflingar og annarra aðildarfélaga SGS innan sameiginlegrar samninganefndar og viðræðunefndar þar sem formaður Eflingar hefur átt sæti. Er þetta í fyrsta sinn í Read more…