Efling boðar kjaraviðræður fyrir opnum tjöldum beint við borgarstjóra

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Samninganefnd Reykjavíkurborgar dreifði villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá Ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt var fram 16. janúar síðastliðinn og braut þannig Read more…

Tilboð lagt fram

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg lagði fram tilboð um nýjan kjarasamning á fundi klukkan 13:00 í dag með samninganefnd Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn hjá ríkissáttasemjara. Fulltrúar borgarinnar vildu ekki halda viðræðum áfram í dag. Ríkissáttasemjari boðaði þess í stað til fundar næstkomandi þriðjudag klukkan 10:30. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir samkvæmt tillögu samninganefndar Read more…

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Reykjavíkurborg hefst 21. janúar

Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á hádegi þriðjudaginn 21. janúar og lýkur á hádegi sunnudaginn 26. janúar. Atkvæðagreiðslan verður rafræn. Fyrir þá sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt verður boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins og á færanlegum kjörstað sem ekið verður milli vinnustaða. Starfrækt Read more…

Undirbúningur hafinn fyrir verkfallsaðgerðir í borginni

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Félagsmenn þurfa að samþykkja tillöguna og er undirbúningur hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar. Read more…

Viðræðum við Reykjavíkurborg slitið

Efling – stéttarfélag hefur slitið samningaviðræðum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Samninganefnd Eflingar, sem er skipuð fulltrúum starfsfólks borgarinnar, tók þessa ákvörðun eftir fund með samninganefnd Reykjavíkurborgar í gær, fimmtudaginn 19. desember. Á þeim fundi þótti samninganefnd Eflingar verða endanlega ljóst Read more…

Skorað á borgaryfirvöld að ljúka samningum sem fyrst

Trúnaðarmenn af vinnustöðum borgarinnar afhentu í dag borgarstjóra Reykjavíkur áskorun um að borgin gangi frá samningum við starfsfólk sitt. Undirskriftarlistar hafa gengið á vinnustöðum og söfnuðust tæplega 1000 undirskriftir. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri tók vel á móti hópnum og sagðist sammála því að klára þyrfti samningana sem fyrst á sanngjarnan Read more…

Miðborg heimsótt

Í dag heimsótti Ragnar Ólason, ásamt starfsfólki félagssviðs Eflingar, leikskólann Miðborg til að ræða stöðu samningaviðræðna við borgina og heyra hljóðið í félögum. Á fundinum var mikið rætt um velferð barna sem leikskólar borgarinnar sinna. Á Íslandi dvelja börn mun lengur á leikskóla á daginn heldur en í mörgum nágrannalöndum Read more…