Óskað eftir fundi með SA hjá ríkissáttasemjara vegna vanefnda

Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að  þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Bréf Read more…

Staða viðræðna við hið opinbera

Samband íslenskra sveitarfélaga Viðræður Eflingar og Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning standa enn yfir. Þeim hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Verkalýðsfélögin hafa krafist þess að Samband sveitarfélaganna efni loforð um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir starfsfólk sveitarfélaga innan aðildarfélaga ASÍ, sem gefin voru við undirritun síðustu kjarasamninga árið 2015. Read more…

Vegna hópuppsagnar Kynnisferða

Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða. Stærstur hluti þeirra eru hópbifreiðastjórar sem starfa undir kjarasamningi Eflingar. Félagið hefur fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega Read more…