Yfirgnæfandi meirihluti samþykkir verkfallsboðun gagnvart Reykjavíkurborg

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg  eða 95,5% hefur samþykkt verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslan stóð yfir í fimm daga og lauk á hádegi í dag, sunnudaginn 26. janúar. Metþátttaka var í atkvæðagreiðslunni eða 59,2%. Alls voru 1.894 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg á kjörskrá að þessu sinni. Af þeim greiddi 1. 121 atkvæði eða 59,2% eins og áður segir. Af greiddum atkvæðum samþykkti 1.071 eða 95,5% verkfallsboðun. Alls voru 34 á móti Read more…

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá greitt úr vinnudeilusjóði

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg munu fá greiðslur úr vinnudeilusjóði komi til verkfalls í febrúar. Greiðslur fyrir launatap vegna eftirtalda verkfallsdaga verður 12.000 kr. Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Greiðslur fyrir launatap vegna eftirtaldra verkfallsdaga verður 18.000 kr. Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og Read more…

Helstu atriði í tilboði Eflingar til Reykjavíkurborgar

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg lagði fram tilboð fyrir samninganefnd borgarinnar á fimmtudaginn 16. janúar. Kastljós fjölmiðla hefur beinst fyrst og fremst að upphæð desemberuppbótarinnar, en hún er hvorki meginatriði tilboðsins né megináhersluatriði samninganefndar. Lykilatriði tilboðsins er leiðrétting á kjörum lægst launuðu starfsmanna borgarinnar. Fyrst ber að nefna að í tilboðinu er fallist á að taxtahækkanir verði í takt við svonefndan lífskjarasamning, það er að segja fjórar árlegar hækkanir á launatöxtum sem nemi samtals 90 þúsund Read more…

Opið bréf samninganefndar Eflingar til Dags B. Eggertssonar

Í dag birtist í dagblöðum opið bréf samninganefndar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg ti Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Efling hefur boðið borgarstjóra til opins samningafundar í Iðnó á miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13:00 þar sem samninganefnd Eflingar mun kynna tilboð sitt til borgarinnar um sanngjarnan og farsælan kjarasamning sem gildi til loka árs 2022. Við krefjumst leiðréttingar! Opið bréf samninganefndar Eflingar til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Samningar okkar, félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, hafa verið lausir í meira Read more…

Vegna ummæla um tilboð Reykjavíkurborgar

Vegna ummæla formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar gagnvart Eflingu um tilboðið sem lagt var fram í upphafi viðræðna er tekið fram að Efling stendur við orð formanns sem féllu um tilboðið í morgun. Ef gengið hefði verið að tilboðinu hefðu stórir starfahópar fengið lægri laun en samkvæmt lífskjarasamningnum. Þetta er niðurstaðan þegar launaliður tilboðsins er reiknaður.

Efling boðar kjaraviðræður fyrir opnum tjöldum beint við borgarstjóra

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Samninganefnd Reykjavíkurborgar dreifði villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá Ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt var fram 16. janúar síðastliðinn og braut þannig bæði trúnað og lög. Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti Read more…

Tilboð lagt fram

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg lagði fram tilboð um nýjan kjarasamning á fundi klukkan 13:00 í dag með samninganefnd Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn hjá ríkissáttasemjara. Fulltrúar borgarinnar vildu ekki halda viðræðum áfram í dag. Ríkissáttasemjari boðaði þess í stað til fundar næstkomandi þriðjudag klukkan 10:30. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir samkvæmt tillögu samninganefndar Eflingar hefst á hádegi á þriðjudag. Myndin er af samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg á fundi í gær.

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Reykjavíkurborg hefst 21. janúar

Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á hádegi þriðjudaginn 21. janúar og lýkur á hádegi sunnudaginn 26. janúar. Atkvæðagreiðslan verður rafræn. Fyrir þá sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt verður boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins og á færanlegum kjörstað sem ekið verður milli vinnustaða. Starfrækt verður undanþágunefnd sem mun afgreiða beiðnir um lágmarksmönnun á einstökum vinnustöðum, eins og t.d. hjúkrunarheimilum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg samþykkti á fundi þann 10. janúar Read more…

Undirbúningur hafinn fyrir verkfallsaðgerðir í borginni

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Félagsmenn þurfa að samþykkja tillöguna og er undirbúningur hafinn á skrifstofum Eflingar fyrir atkvæðagreiðslu. Samkvæmt tillögunni verða hálfir og heilir verkfallsdagar með stigvaxandi þéttleika fyrri hluta febrúarmánuðar og ótímabundið verkfall frá mánudeginum 17. febrúar. Ákvörðun um að leggja fram tillögu um verkfallsboðun var tekin að loknum samningafundi í dag hjá ríkissáttasemjara. Viðræður halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða. Óskaði nefndin Read more…