Hver fær 105.000 krónurnar?

Ríki og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að borga innágreiðslu upp á 105.000 krónur til félagsmanna í Eflingu þann 1. ágúst. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur á hinn bóginn bannað sínum meðlimum að greiða upphæðina út. Í fjölmiðlum var í gær birt bréf frá samninganefnd sveitarfélaganna þar sem þessi skipun er sett fram. Þar er ástæðan fyrir banninu sögð vera vísun kjaradeilu Eflingar og SGS-félaganna til ríkissáttasemjara. Deilunni var vísað þangað því samtalið hafði siglt í strand, eins Read more…

Óskað eftir fundi með SA hjá ríkissáttasemjara vegna vanefnda

Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að  þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Bréf var sent á Árna Val, sem stýrir CityPark, CityCenter og CapitalInn hótelunum, til að fá skýringar á þessu. Rekstrarfélög Árna Vals tilheyra Samtökum atvinnulífsins, svo Read more…

Úr nýju samningunum: Nýtt ákvæði um túlkun

Helmingur félagsmanna Eflingar eru erlendisfrá. Þau vinna oftar en ekki undir íslenskum yfirboðurum sem tala við starfsmenn á íslensku. Undanfarna mánuði hefur vitund um þetta aukist mikið, ekki síst fyrir tilstilli þeirrar vinnu sem Efling hefur staðið fyrir. „Við höfum orðið vitni að því að mjög mikilvægum upplýsingum sé miðlað til starfsfólks á máli sem þau einfaldlega skilja ekki,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Í vetur sátum við á starfsmannafundi þar sem háttsettur yfirmaður tilkynnti Read more…

Trúnaðarmenn úr keðjum: Úr nýju samningunum

Á Íslandi er fjöldi hótela og veitingahúsa rekin innan stórra keðja. Þessi fyrirtæki halda uppi túristahagkerfinu, en þeim sjálfum er að mestu haldið uppi af erlendu starfsfólki. Þar er líka mikil starfsmannavelta. Í þessum aðstæðum er sérlega mikilvægt að starfsfólk hafa traust trúnaðarmannakerfi með stuðningi stéttarfélags síns. Þrátt fyrir þetta er oft einna erfiðast að fá trúnaðarmenn kjörna í stóru keðjunum í ferðamannageiranum. Sumar keðjurnar hafa álitið alla keðjuna vera einn „vinnustað“ og þar af Read more…

Menn í vinnu: Kröfur, sekt og stökkbreyting

Lögfræðistofan Réttur sendi bréf fyrir páska á þau fyrirtæki sem keyptu vinnuafl hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í vetur. Í bréfunum er bent á að samkvæmt keðjuábyrgð beri þau á endanum ábyrgð á launakjörum starfsmanna sinna, hvort sem þeir eru ráðir beint eða fengnir á leigu. Um er að ræða vangoldin laun sem hlaupa alls á milljónum króna. „Það sem við vonumst til er að þessi fyrirtæki passi sig framvegis á að leigustarfsmenn fái rétt Read more…

Kjarasamningur SGS við SA samþykktur

Öll félög SGS samþykktu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, flest með stórum meirihluta. Af þeim sem kusu hjá Eflingu samþykktu 77% samninginn en 2,3% sátu hjá. Alls voru yfir nítján þúsund á kjörskrá, en samningurinn nær til verkamannastarfa á borð við byggingarvinnu, vinnu við vegagerð og hafnarvinnu, landbúnaðarstörf og ýmsa vélavinnu, auk starfa í hótelum og veitingahúsum. Hér má lesa um helstu atriði samningsins.   Kjörskrá Þátttaka % Já % Nei % Tók ekki afstöðu % Aldan Read more…

Helstu atriði nýs kjarasamnings

Efling ásamt samflotsfélögum og SGS hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Helstu atriði: Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 eða í 3 ár og 8 mánuði Allar hækkanir samningsins eru krónutöluhækkanir Samið er um samtals 90 þúsund króna hækkun taxtalauna. Lægstu laun hækka mest eða 30% hækkun á lægstu taxta Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. kemur til útborgunar í byrjun maí 2019 Read more…

Orðsending frá strætóbílstjórum Kynnisferða

Kæru farþegar! Við, bílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, keyrum þig með glöðu geði í vinnu, skóla og hvert sem vera vill. Við berum ábyrgð á öryggi ykkar, en okkur eru aðeins greidd lágmarkslaun. Til að ná launum sem duga fyrir framfærslu þurfum við að taka á okkur mikla yfirvinnu. Þetta getur valdið þreytu og einbeitingarleysi í vinnunni. Í vinnunni okkar erum við ekki bara bílstjórar. Við erum líka afgreiðslufólk, ræstitæknar, upplýsingamiðstöð, eftirlitsfólk með miðum, öryggisverðir og Read more…

Vegna hópuppsagnar Kynnisferða

Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða. Stærstur hluti þeirra eru hópbifreiðastjórar sem starfa undir kjarasamningi Eflingar. Félagið hefur fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega að virkum félagsmönnum. Á þriðjudag og fimmtudag sátu trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar fundi með fulltrúum fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar voru auk Read more…