Efling og samflotsfélög leggja fram gagntilboð

Í gær gerðu Samtök atvinnulífsins stéttarfélögum tilboð um þriggja ára kjarasamninga að gefnum vissum forsendum. Samninganefnd Eflingar samþykkti gagntilboð sem formaður fékk heimild til að leggja fram ásamt samflotsfélögum Eflingar. Þar er komið til móts við kauphækkunarboð Samtaka atvinnulífsins, með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og auki ráðstöfunartekjur með skattkerfisbreytingum. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu svo ályktun um skattastefnu, þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson Read more…

Starfsfólk Reykjavíkurborgar! Það er komið að ykkur!

Ert þú félagi í Eflingu og vinnur fyrir Reykjavíkurborg? Ef svo er, þá eru kjarasamningarnir þínir að renna út, og samningaviðræður að hefjast um næstu samninga. Okkur er falið að semja um kaup og kjör, og við viljum að þú hafir stjórn á ferlinu. Við ætlum hjálpa starfsfólki Reykjavíkurborgar að koma á fót samninganefnd sem setur kröfur í viðræðunum og hefur umsjón með þeim. Efling efnir til opinna funda í húsakynnum Eflingar, Guðrúnartúni 1 þessa Read more…

Að sekta fyrir brot eða biðja fallega

Flest erum við vön því að glæp fylgi refsing. Þegar við hnuplum úr búð er ekki nóg að skila hlutnum, heldur þarf að borga sekt líka. Þetta er gert til að óprúttið fólk láti ekki bara á það reyna dag eftir dag að taka hluti án þess að borga. Annað fyrirkomulag væri þjófaparadís. Þess vegna er algerlega ótrúlegt að ekki sé sektað fyrir launaþjófnað, þótt hann sé miklu hættulegra fyrirbæri en hnupl úr búðum. Flest Read more…

Mannsæmandi laun eru ekki „áfall“

Nokkuð hefur þokast í kjaraviðræðum, þótt yfirlýsingar dagsins í dag bendi til þess að frekari baráttu sé þörf svo lifa megi af lágmarkslaunum á Íslandi. Á fundi ríkissáttasemjara í morgun var því endanlega hafnað að ræða frekar vinnutímahugmyndir Samtaka atvinnulífsins. Innan skamms verður þá hægt að ræða mál málanna, launakröfur stéttarfélaganna. Í síðustu viku komu Efling og VR á framfæri kröfum sem ekki tengjast launum sem verða nú ræddar í undirhópum. Meðal þeirra eru kröfur Read more…

Hvers vegna ganga viðræðurnar svona hægt?

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði á Bylgjunni í gær að kjaraviðræður gengju vel — nema hjá Eflingu og þeim félögum sem hefðu vísað viðræðum til ríkissáttasemjara. Hvers vegna er það? Félagi okkar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur sent frá sér svar. Þetta er athyglisverð yfirlýsing hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að viðræður við Starfsgreinasamband Íslands og Iðnaðarmannafélögin séu nánast komin á lokastig. Halldór Benjamín viðurkennir þó að viðræðurnar við Verkalýðsfélag Akraness, Grindavíkur, Eflingu og VR séu Read more…

Ódýrara húsnæði er grundvallaratriði

Þegar samið er um kjarasamninga er mikilvægt að líta til þess hvað yfirvöld ætla að gera í húsnæðismálum. Stórátaks er þörf til að stórefla félagslegt húsnæði og lækka leigukostnað. Kröfur Eflingar hafa frá upphafi miðað að þessu kjarnamáli verkafólks. Í gær birti átakshópur forsætisráðuneytisins í húsnæðismálum hugmyndir sem unnið hefur verið að undanfarið. Hópurinn er skipaður fulltrúum verka­lýðshreyf­ing­arinnar, rík­is­stjórn­ar, atvinnulífsins, Íbúðalána­sjóðs og Sam­taka sveit­ar­fé­laga. „Þó tillögurnar séu jákvæðar og miði margar í rétta átt þá Read more…

Ályktun gegn tillögum SA

Í yfirstandandi kjaraviðræðum hafa Samtök atvinnulífsins lagt fram tillögur um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær tillögur ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans úr 10 klukkutímum í 13, að taka kaffitíma út úr launuðum vinnutíma og að lengja uppgjörstímabil yfirvinnu. Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar – stéttarfélags telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings á íslenskum vinnumarkaði. Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna því að greitt verði minna fyrir Read more…

Sólveig Anna: Ekki seinna en núna

Mér finnst skrítið að ekki fleiri úr röðum stjórn­mála­fólks hafi stigið fram til að lýsa yfir afdrátt­ar­lausum stuðn­ingi við kröfu okkar um 425.000 króna lág­marks­laun. Ef ég væri stjórn­mála­mann­eskja myndi ég ekki getað hugsað mér ann­að, þrátt fyrir að hafa eflaust margt annað að hugsa um, en að standa með verka- og lág­launa­fólki á íslenskum vinnu­mark­aði í bar­áttu sinni fyrir því að hér verði farið í að útdeila gæð­unum með sann­girni að leið­ar­ljósi.  Ég myndi Read more…

​Sam­tök at­vinnu­lífsins gegn straumi tímans

Hug­myndir Sam­taka at­vinnu­lífsins um vinnu­tíma­breytingar hafa verið helsta inn­legg sam­takanna til kjara­við­ræðna síðustu mánaða. Þrír megin­þættir eru í þessum hug­myndum: Að víkka dag­vinnu­tíma­bilið, selja út kaffi­tíma og lengja upp­gjörs­tíma yfir­vinnu. Því hefur verið haldið fram að þessar hug­myndir séu fjöl­skyldu­vænar og fram­sæknar. En út á hvað ganga hug­myndirnar?  Í fyrsta lagi vilja SA út­víkka mörk dag­vinnu­tíma­bilsins úr 10 tímum (klukkan 7:00 til 17:00 í nú­gildandi samningum aðildar­fé­laga SGS) yfir í 13 tíma (klukkan 6:00 til Read more…